Brotnaði á höndum og fótum þegar strætó ók á hann 24. nóvember 2010 19:31 Þorsteinn Kristiansen stórslasaðist um helgina þegar strætisvagn ók í veg fyrir hann. Starfsmaður Hjálpræðishersins verður frá vinnu í fimm vikur eftir að strætisvagni var ekið á hann á laugardagskvöldið. Maðurinn var á hjóli þegar slysið varð en hann segir tillitsleysi ökumanna í garð hjólreiðafólks gríðarlegt. Þorsteinn Kristiansen kom hjólandi niður Suðurgötu þegar strætisvagninn ók í veg fyrir hann á gatnamótunum við Vonarstræti. „Þannig að ég á engan sjéns og hann keyrir beint á mig," segir Þorsteinn sem stórslasaðist við þetta. Hann brotnaði á höndum og fótum og verður frá vinnu í fimm vikur. Þorsteinn fer oft þarna um á hjólinu og segist orðinn langþreyttur á tillitsleysi ökumanna sem haldi að þeir geti haft Suðurgötuna út af fyrir sig. Það sé sértaklega hættulegt þegar bílar fari á vinsti helming götunnar sem ætluð er fyrir hjólreiðamenn þótt merkingar um það séu heldur ruglandi. Ofar í götunni er hjóleiðastígurinn vel merktur en neðar er ekkert sem gefur til kynna að hjólreiðamenn eigi að njóta forgangs. Það finnst Þorsteinni undarlegt. „Ég er að spá í hvort verið sé að gefa hjólreiðamönnum falskar vonir með því að sérmerkja stuttan kafla en ekki alla leiðina." Hvað sem þessum merkingum líður er lykilatriðið tillitsemi segir Þorsteinn og biður alla ökumenn að hafa það í huga. Tengdar fréttir Slasaði hjólreiðamaðurinn tryggður „Hann lendir í árekstri við ökutæki og það er tryggt. Hann á því að fá fullar bætur vegna slyssins,“ segir Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna um slys sem hjólreiðamaðurinn Þorsteinn K. Kristiansen lenti í á laugardaginn. 24. nóvember 2010 16:45 Margbrotinn eftir að hafa lent fyrir strætisvagni „Ég var á leiðinni í vinnustaðapartí í Hjálpræðishernum þegar þetta gerðist,“ segir starfsmaður Hjálpræðishersins, Þorsteinn K. Kristiansen, sem varð fyrir strætisvagni á laugardagskvöldið. Þorsteinn fót- og handleggsbrotnaði og þarf líklega að vera í gifsi næstu fimm vikurnar. 24. nóvember 2010 12:38 Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
Starfsmaður Hjálpræðishersins verður frá vinnu í fimm vikur eftir að strætisvagni var ekið á hann á laugardagskvöldið. Maðurinn var á hjóli þegar slysið varð en hann segir tillitsleysi ökumanna í garð hjólreiðafólks gríðarlegt. Þorsteinn Kristiansen kom hjólandi niður Suðurgötu þegar strætisvagninn ók í veg fyrir hann á gatnamótunum við Vonarstræti. „Þannig að ég á engan sjéns og hann keyrir beint á mig," segir Þorsteinn sem stórslasaðist við þetta. Hann brotnaði á höndum og fótum og verður frá vinnu í fimm vikur. Þorsteinn fer oft þarna um á hjólinu og segist orðinn langþreyttur á tillitsleysi ökumanna sem haldi að þeir geti haft Suðurgötuna út af fyrir sig. Það sé sértaklega hættulegt þegar bílar fari á vinsti helming götunnar sem ætluð er fyrir hjólreiðamenn þótt merkingar um það séu heldur ruglandi. Ofar í götunni er hjóleiðastígurinn vel merktur en neðar er ekkert sem gefur til kynna að hjólreiðamenn eigi að njóta forgangs. Það finnst Þorsteinni undarlegt. „Ég er að spá í hvort verið sé að gefa hjólreiðamönnum falskar vonir með því að sérmerkja stuttan kafla en ekki alla leiðina." Hvað sem þessum merkingum líður er lykilatriðið tillitsemi segir Þorsteinn og biður alla ökumenn að hafa það í huga.
Tengdar fréttir Slasaði hjólreiðamaðurinn tryggður „Hann lendir í árekstri við ökutæki og það er tryggt. Hann á því að fá fullar bætur vegna slyssins,“ segir Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna um slys sem hjólreiðamaðurinn Þorsteinn K. Kristiansen lenti í á laugardaginn. 24. nóvember 2010 16:45 Margbrotinn eftir að hafa lent fyrir strætisvagni „Ég var á leiðinni í vinnustaðapartí í Hjálpræðishernum þegar þetta gerðist,“ segir starfsmaður Hjálpræðishersins, Þorsteinn K. Kristiansen, sem varð fyrir strætisvagni á laugardagskvöldið. Þorsteinn fót- og handleggsbrotnaði og þarf líklega að vera í gifsi næstu fimm vikurnar. 24. nóvember 2010 12:38 Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
Slasaði hjólreiðamaðurinn tryggður „Hann lendir í árekstri við ökutæki og það er tryggt. Hann á því að fá fullar bætur vegna slyssins,“ segir Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna um slys sem hjólreiðamaðurinn Þorsteinn K. Kristiansen lenti í á laugardaginn. 24. nóvember 2010 16:45
Margbrotinn eftir að hafa lent fyrir strætisvagni „Ég var á leiðinni í vinnustaðapartí í Hjálpræðishernum þegar þetta gerðist,“ segir starfsmaður Hjálpræðishersins, Þorsteinn K. Kristiansen, sem varð fyrir strætisvagni á laugardagskvöldið. Þorsteinn fót- og handleggsbrotnaði og þarf líklega að vera í gifsi næstu fimm vikurnar. 24. nóvember 2010 12:38