Erlent

Flugumferðarstjórar tínast aftur til vinnu

Farþegar á leið til Spánar. Frá flugvellinum í Róm á Ítalíu fyrr í dag.
Farþegar á leið til Spánar. Frá flugvellinum í Róm á Ítalíu fyrr í dag. Mynd/AP

Spænskir flugumferðarstjórar hafa frá því í hádeginu verið að tínast aftur til vinnu en verkfall þeirra hófst í gær. Flugumferðarstjórarnir komu aftur til vinnu eftir að ráðamenn hótuðu að sett yrðu neyðarlög til að þvinga þá aftur til starfa.

330 þúsund farþegar urðu fyrir töfum vegna aðgerðanna en stjórnvöld neyddust til að loka alþjóðaflugvellinum í Madríd höfuðborg landsins ásamt sjö öðrum flugvöllum.

Yfirvöld segja að flugumferð verði komin í samt lag eftir um tvo sólarhringa.




Tengdar fréttir

Verkfall lamar flugumferð

Fjölmörg flugfélög hafa aflýst ferðum til og frá Spáni í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Fyrir vikið eru þúsundir ferðamanna strandaglópa í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×