Fótbolti

Viking vill fá Stefán aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Gíslason í leik með Bröndby.
Stefán Gíslason í leik með Bröndby. Nordic Photos / AFP
Norska úrvalsdeildarfélagið Viking í Stafangri hefur áhuga á að fá Stefán Gíslason aftur í sínar raðir.

Stefán er á mála hjá Bröndby í Danmörku en hefur ekkert spilað með liðinu síðan í desember í fyrra.

Hann var lánaður til Viking í vor og spilaði alls tólf leiki með liðinu í norsku úrvalsdeildinni. Hann stóð sig vel og er Åge Hareide, þjálfari liðsins, sagður áhugasamur um að fá Stefán aftur.

Arnór Guðjohnsen segir í samtali við norska fjölmiðla í dag að Stefán sé jákvæður gagnvart þessu en að málið sé ekki komið langt.

Stefán er samningsbundinn Bröndby til ársins 2012 en hann kom til liðsins frá Lyn árið 2007. Fyrstu tvö árin spilaði hann mikið og var fyrirliði liðsins þar til nýr þjálfari tók við með fyrrgreindum afleiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×