Innlent

Hjartveikur fluttur til Reykjavíkur frá Rifi

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjartveikann mann til Rifs á Snæfellsnesi í gærkvöldi og liðu aðeins tvær klukkustundir frá því að útkall barst og þar til sjúklingurinn var kominn á sjúkrahús í Reykjavík.

Þyrlan var í æfingaflugi þegar útkallið barst og hélt hún þegar til Reykjavíkur að sækja lækni. Þaðan var haldið rakleitt vestur og eftir fjögurra mínútna stopp á Rifi var haldið aftur til Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×