Innlent

Búast má við 20 stiga frosti

Hugsanlega gæti frost farið yfir 20 stig í kvöld og nótt. Mynd/Vilhelm
Hugsanlega gæti frost farið yfir 20 stig í kvöld og nótt. Mynd/Vilhelm
Frost fór yfir -15°C í byggð á Þingvöllum í nótt og í Veiðivatnahrauni mældist frost -16,4°C. Einar Sveinsbjörnsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu að búast megi við því að frost fari yfir -20°C í kvöld og nótt. Mikill kuldi er í Evrópu þessa daganna.

„Yfir landinu miðju er staðbundinn miðja hæðar með þrýsting um og yfir 1040 hPa. Hún er hluti víðáttumikils háþrýstings sem nú ríkir á stóru svæði umhverfis landið." Lægðin er nú yfir landinu. „Horfur eru á því að frostið herði heldur, einkum í innsveitum og fari staðbundið yfir 20 stig í kvöld og nótt. Úti við sjóinn er sums staðar alveg frostlaust og þannig var hiti +1°C i Grímsey nú kl. 09."

Víðast hvar í Evrópu er mikill kuldi og frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×