Erlent

Karzai fordæmdi sjálfsmorðssprengjuárás

Hamid Karzai.
Hamid Karzai.

Hamid Karzai, forseti Afganistan, fordæmdi í gær sjálfsmorðssprengjuáras á markaði sem tengdist Alþjóðamatvælaðstoðinni í Pakistan.

Fjörutíu og þrír létust í árásinni.

Karzai hvatti stjórnvöld í Pakistan til að draga skipuleggjendur til ábyrgðar. Þá áréttaði Karzai mikilvægi þess að ríkin tvö, Pakistan og Afganistan, ynnu betur að því að bæla niður andspyrnu hryðjuverkamanna og annarra öfgahópa í ríkjunum tveimur.

Fréttaskýrendur vestanhafs telja að samskiptin við Pakistan séu eitt erfiðasta verkefni sem Hillary Clinton, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, glímir við.

Karzai er hliðhollur Bandaríkjamönnum meðan stjórnvöld í Pakistan eru talin leika tveimur skjöldum. Þetta sýndu einnig nýleg skjöl sem birtust á vef Wikileaks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×