Innlent

Mikill erill hjá sjúkraflutningamönnum í nótt

Valur Grettisson skrifar
Það var nóg að gera hjá sjúkraflutningamönnum.
Það var nóg að gera hjá sjúkraflutningamönnum.

Það var mikill erill hjá sjúkraflutningamönnum í nótt. Alls voru þeir kallaðir þrjátíu sinnum út vegna veikinda, sem þykir óvanalega mikið á einni nóttu.

Þá var slökkviliðið kallað að íbúð í nótt vegna glóðar sem hafnaði í teppi á heimili í Reykjavík.

Glóðina mátti rekja til kertaskreytingar á heimilinu. Enginn eldur varð en talsverður reykur hlaust af. Slökkviliðið reykræsti íbúðina.

Mikið vonskuveður var í nótt. Slökkviliðið sinnti þremur tilkynningum í nótt vegna vatnsleka.

Í öllum tilfellum voru niðurföllin stífluð. Fólk er hvatt til þess að huga að niðurföllum og hreinsa vel frá þeim svo ekki verði vatnstjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×