Innlent

Mældu 360 jarðskjálfta á einni viku - Sá stærsti 3,4 á richter

Hafís við Grímsey. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Hafís við Grímsey. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. Mynd/Hulda Signý Gylfadóttir

Alls mældust 360 jarðskjálftar í vikunni sem er að líða samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Skjálftahrina var við Krýsuvík í gær en stærsti skjálftinn sem mældist þar var 3,2 á richter.

Stærsti skjálftinn á landinu var hinsvegar 3,4 á richter og mældist í Tjörnesbrotabeltinu norðan við Grímsey. Annar skjálfti, svipaður á stærð, eða 3,1 á richter, mældist svo um 30 kílómetra suðaustan við Grímsey.

Mest var virknin í vikunni við Kleifarvatn og í Tjörnesbrotabeltinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×