Lausnir fyrir Iðnskólann 29. september 2010 06:00 Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum. Skólayfirvöld í IH völdu þá leið að halda kennurum óupplýstum um hvernig útreikningi launa var háttað. „Þið fáið greitt fyrir ykkar vinnu" voru svörin. Björn Ingi Sveinson skólanefndarformaður staðfestir í skrifum sínum þann 17. september sl. að laun voru skert frá 2001. Það staðfestir það sem við höfum haldið fram um hvenær skerðingin hófst. Kennarasambandið vann að málinu fyrir kennarafélag IH en komst hvorki lönd né strönd frekar en við að afla upplýsinga um launaútreikning skólans upplýsingarnar lágu í skúffu skólameistara. Skólanefndarmenn voru mataðir á þeim upplýsingum sem formanninum fannst tilhlýðilegt. Enginn nefndarmanna gerði sér það ómak á fimm árum að kanna hvers vegna fólk var óánægt. Þó vitum við öll að það þarf að skoða hlutina frá báðum hliðum svo hægt sé að leiðrétta rangfærslur. Við höldum því fram að skólameistari, sem sá til þess með hjálp skólanefndar að undirmenn hans fengu um það bil 25.000 krónum of lítið í launaumslagið á hverjum mánuði frá 2001-2007, hafi átt að láta af störfum vegna þessa þegar dómur féll í málinu. Að reikna vitlaust eða gera skekkjur, það fyrirgefst. En þegar menn með einbeittan brotavilja árum saman neita að horfast í augu við það að þeir eru ríkisstarfsmenn og bera ríka ábyrgð. Þeim er trúað fyrir því að reka skóla bæði faglega og rekstrarlega en þeir hafa ekkert með kjarasamninga að gera. Vilji skólameistari breyta vinnutíma kennara má hann það, en vilji hann breyta launaliðnum hefði þurft að gera þríhliða skriflegan samning milli Iðnskólans, Kennarasambandsins og kennara skólans, þá hefði ráðist hvort kennarar hefðu samþykkt nýja vinnutilhögun á skertum launum. Björn Ingi Sveinson opinberar afstöðu sína til starfsmanna Iðnskólans þegar hann telur að við eigum að vera þakklát fyrir að fá skert launauppgjör. Mál hefðu aldrei farið í þennan farveg með flokkadrætti og gróusögum ef ágreiningsmál væru leyst jöfnum höndum innan þessarar stofnunar. Í skólanum hefur undanfarin ár farið fram talsverð vinna við að koma öllum formlegum nefndum og ráðum á fót, allt er það til í orði en ekki í virkni. sigrún Í skólanum ríkir nú eineltisástand af verstu gerð sem stjórnendur eru algjörlega ófærir að ráða fram úr enda bullandi meðvirkir. Starfsmenn skiptast í stórum dráttum í þrjá hópa, þeir sem hugsa gott á þær, þeir sem loka augum, eyrum og munni, síðan eru þeir sem blöskrar. Þeir heiðursmenn skólameistari og formaðurinn gætu kannski vísað í fundargerðir skólanefndar og upplýst hvenær umfjöllun um launamálið og álit lögmanns voru reifuð eða á hvern hátt skólanefndarmenn öfluðu sér upplýsinga um það sem fram fór í skólanum. Það voru jú mjög alvarlegar ásakanir á skólameistara sem komu fram frá kennurum árið 2003 um að hann hlunnfæri starfsmenn í launum. Þá hefði verið tími til að funda og kalla til KÍ og segja sannleikann en þá hefði komist upp um vangreiðslur frá 2001. Frekar en að agnúast út í opinbera starfsmenn í skólanum væri réttast að Björn Ingi Sveinson, formaður skólanefndarinnar, hyrfi til annarra starfa þegar skólameistarinn hættir. Vonandi er enn þá einhver eftirspurn eftir hæfileikum víkinga á borð við hann í viðskiptalífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum. Skólayfirvöld í IH völdu þá leið að halda kennurum óupplýstum um hvernig útreikningi launa var háttað. „Þið fáið greitt fyrir ykkar vinnu" voru svörin. Björn Ingi Sveinson skólanefndarformaður staðfestir í skrifum sínum þann 17. september sl. að laun voru skert frá 2001. Það staðfestir það sem við höfum haldið fram um hvenær skerðingin hófst. Kennarasambandið vann að málinu fyrir kennarafélag IH en komst hvorki lönd né strönd frekar en við að afla upplýsinga um launaútreikning skólans upplýsingarnar lágu í skúffu skólameistara. Skólanefndarmenn voru mataðir á þeim upplýsingum sem formanninum fannst tilhlýðilegt. Enginn nefndarmanna gerði sér það ómak á fimm árum að kanna hvers vegna fólk var óánægt. Þó vitum við öll að það þarf að skoða hlutina frá báðum hliðum svo hægt sé að leiðrétta rangfærslur. Við höldum því fram að skólameistari, sem sá til þess með hjálp skólanefndar að undirmenn hans fengu um það bil 25.000 krónum of lítið í launaumslagið á hverjum mánuði frá 2001-2007, hafi átt að láta af störfum vegna þessa þegar dómur féll í málinu. Að reikna vitlaust eða gera skekkjur, það fyrirgefst. En þegar menn með einbeittan brotavilja árum saman neita að horfast í augu við það að þeir eru ríkisstarfsmenn og bera ríka ábyrgð. Þeim er trúað fyrir því að reka skóla bæði faglega og rekstrarlega en þeir hafa ekkert með kjarasamninga að gera. Vilji skólameistari breyta vinnutíma kennara má hann það, en vilji hann breyta launaliðnum hefði þurft að gera þríhliða skriflegan samning milli Iðnskólans, Kennarasambandsins og kennara skólans, þá hefði ráðist hvort kennarar hefðu samþykkt nýja vinnutilhögun á skertum launum. Björn Ingi Sveinson opinberar afstöðu sína til starfsmanna Iðnskólans þegar hann telur að við eigum að vera þakklát fyrir að fá skert launauppgjör. Mál hefðu aldrei farið í þennan farveg með flokkadrætti og gróusögum ef ágreiningsmál væru leyst jöfnum höndum innan þessarar stofnunar. Í skólanum hefur undanfarin ár farið fram talsverð vinna við að koma öllum formlegum nefndum og ráðum á fót, allt er það til í orði en ekki í virkni. sigrún Í skólanum ríkir nú eineltisástand af verstu gerð sem stjórnendur eru algjörlega ófærir að ráða fram úr enda bullandi meðvirkir. Starfsmenn skiptast í stórum dráttum í þrjá hópa, þeir sem hugsa gott á þær, þeir sem loka augum, eyrum og munni, síðan eru þeir sem blöskrar. Þeir heiðursmenn skólameistari og formaðurinn gætu kannski vísað í fundargerðir skólanefndar og upplýst hvenær umfjöllun um launamálið og álit lögmanns voru reifuð eða á hvern hátt skólanefndarmenn öfluðu sér upplýsinga um það sem fram fór í skólanum. Það voru jú mjög alvarlegar ásakanir á skólameistara sem komu fram frá kennurum árið 2003 um að hann hlunnfæri starfsmenn í launum. Þá hefði verið tími til að funda og kalla til KÍ og segja sannleikann en þá hefði komist upp um vangreiðslur frá 2001. Frekar en að agnúast út í opinbera starfsmenn í skólanum væri réttast að Björn Ingi Sveinson, formaður skólanefndarinnar, hyrfi til annarra starfa þegar skólameistarinn hættir. Vonandi er enn þá einhver eftirspurn eftir hæfileikum víkinga á borð við hann í viðskiptalífinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun