Innlent

Varðberg lagt niður

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er formaður SVS.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er formaður SVS.
Félögin Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu verða lögð niður í núverandi mynd næstkomandi fimmtudag. Félögin hafa verið starfrækt í áratugi en til stendur að stofna nýtt félag á grunni SVS og Varðbergs.

Samtök um vestræna samvinnu voru stofnuð 1947 í samstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. 14 árum síðar var Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, stofnað.

Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins ákvað í sumar að loka skrifstofu bandalagsins hér á landi. Þar með lauk um 50 ára samstarfi félaganna og Atlantshafsbandalagsins um rekstur skrifstofunnar.

„Í tilefni af þessu og vegna breyttra aðstæðna í alþjóðamálum ákváðu stjórnir SVS og Varðbergs að lagt skyldi til, að félögin yrðu lögð niður í núverandi mynd og stofnað nýtt félag Varðberg - samtök um vestræna samvinnu," segir í bréfi Björn Bjarnasonar, formanns SVS, og Stefáns Einar Stefánssonar, formanns Varðbergs, til félagsmanna.

Verði tillaga um slit félaganna samþykkt verður stofnfundur hins nýja félags haldinn strax að loknum slitafundi sem boðað hefur verið til á Hótel Sögu á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×