Innlent

Óljóst hver leysir af í fæðingarorlofi

Katrín Jakobsdóttir Samflokksmennirnir vildu fá að vita hvernig hún hefði fundið tíma til að verða barnshafandi.Fréttablaðið/Valli
Katrín Jakobsdóttir Samflokksmennirnir vildu fá að vita hvernig hún hefði fundið tíma til að verða barnshafandi.Fréttablaðið/Valli
„Ég mun nýta mér fæðingarorlofs­réttinn. Það er mikilvægara en flest annað,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, sem er með barni og á von á sér í maí.

Katrín greindi þingflokki Vinstri grænna frá tíðindunum á miðvikudag. „Þau samglöddust en ég held að fólk sé aðallega hissa. Ég hef verið spurð hvernig nákvæmlega ég fékk tíma í þetta mál,“ segir Katrín, sem kveður málið snúast um forgangsröðun. „Maður finnur tíma í sumt,“ bendir hún á.

Óljóst er hver leysir Katrínu af í menntamálaráðuneytinu þá sex mánuði sem hún væntanlega verður frá störfum á næsta ári. Aðeins einn ráðherra hefur fram til þessa tekið sér fæðingarorlof. Árni Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, tók fimm vikna feðraorlof sumarið 2001. Árni var þó í 25 prósenta starfi í orlofinu. Ekki var kallaður til nýr maður í hans stað.

Katrín segist ekki vita hvernig frá málum verði gengið. „Ég reikna með því að þetta verði rætt þegar nær dregur. Það skýrist einhvern tíma eftir jólin ef allt gengur að óskum,“ segir Katrín, sem kveður komandi barnsburð ekki hafa verið skipulagðan fyrir fram. „Við hjónin plönum ekkert fram í tímann,“ svarar menntamálaráðherra. Eiginmaður Katrínar er Gunnar Örn Sigvaldason. Þau eiga tvo syni. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×