Erlent

Ekki tala of hátt í símann

Óli Tynes skrifar
Gætið að því hver er að hlusta í lestinni.
Gætið að því hver er að hlusta í lestinni.
Skrifstofustjóri í bæjarstjórn Karlskrona í Svíþjóð hefur verið rekinn úr starfi fyrir símtal sem hann átti í járnbrautarlest. Maðurinn talaði svo hátt í símann að aðrir farþegar í lestinni heyrðu greinilega hvað hann var að segja. Hann var að tala um samstarfsmann sinn og gaf svo viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um hann að farþegunum blöskraði. Enginn vafi var á um hvern var verið að tala.

Einum farþeganna var svo ofboðið að hann gekk á fund bæjarstjórnarinnar og skýrði frá atburðinum. Skrifstofustjórnn fór með málefni barna og unglinga. Hann var samstundis rekinn og á nú í samningum við bæjarstjórnina um starfslok sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×