Innlent

Fíkniefnahundar leituðu á Laugarvatni en fundu ekkert

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Lögreglumenn fóru í síðustu viku með tvo fíkniefnahunda í Menntaskólann á Laugarvatni með það fyrir augum að kanna hvort fíkniefni væru í skólanum. Hundarnir fóru um húsnæði skólans og skemmst er frá því að segja að engin merki fundust um að fíkniefni hefðu verið í húsi skólans.

Leitin er liður í forvarnastarfi menntaskólans að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Lögreglan hefur í fjölda ára unnið með skólanum í þessu forvarnastarfi, sem hefur verið framkvæmt í samráði við foreldra- og nemendaráð skólans.

„Það er samdóma álit skólastjórnenda og annarra að þetta samvinnuverkefni í forvarnarstarfi skólans hafi skilað þeim frábæra árangri að skólinn hefur um árabil verið laus við fíkniefni," segir einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×