Innlent

Jónína: Maður drepinn fyrir framan augu okkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jónína Benediktsdóttir segir flestum sama þó að verið sé að drepa mann.
Jónína Benediktsdóttir segir flestum sama þó að verið sé að drepa mann.
„Það er verið að drepa mann fyrir framan augun á okkur og flestum virðist alveg sama. Ég þakka ykkar stuðning og bið ykkur blessunar," segir Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Jónína segir á fésbókarsíðu sinni að um sé að ræða eitt mesta mannréttindabrot Íslandssögunnar og hún biður Guð um blessun. Þar tekur hún jafnframt fram að hún sé hætt að nota Facebook, að minnsta kosti í bili.

Gunnar Þorsteinsson sendi skilaboð til safnaðarfélaga í Krossinum í gær þar sem að hann sagðist ætla að fara þess á leit við söfnuðinn að hann verði leystur frá störfum, að minnsta kosti tímabundið. Ástæðan er ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni í garð kvenna í söfnuðinum.

Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar og hér á Vísi að þrjár konur, til viðbótar við þær fimm sem þegar hafa stigið fram, muni á næstunni skila frá sér yfirlýsingum um kynferðislega áreitni Gunnars í sinn garð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×