Erlent

Kristófer Kólumbówicz?

Óli Tynes skrifar
Que?
Que?
Alþjóðlegur hópur virtra sagnfræðinga hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir tuttugu ára rannsóknir að Kristófer Kólumbus hafi verið pólskur innflytjandi. Fram til þessa hefur verið haft fyrir satt að Kólumbus hafi fæðst í Genúa á Ítalíu árið 1451. Hann hafi verið sonur vefarans Dóminikusar Kólumbusar. Hinar nýju upplýsingar um uppruna hans er að finna í nýrri bók eftir Manuel Rosa sem er sagnfræðingur við Duke háskólann í Bandaríkjunum. Þar segir að Kólumbus hafi verið launsonur Vladislavs III hins útlæga konungs Póllands. Rosa segir að gögnin sem styðji þetta séu svo ótvíræð að aðeins kjánar muni trúa áfram sögunni um vefarasoninn frá Genúa. Hann bendir meðal annars á að eina eina skýringin sem geti verið á því að hann skyldi fá Spánarkonung til þess að fjármagna leiðangra sína sé sú að hann hafi sjálfur verið konungborinn.

Aðrir sagnfræðingar hafa látið sannfærast af gögnum Rosas, meðal annars bandaríski sagnfræðiprófessorinn James T. McDonough og portúgalski prófessorinn Jose Carlos Calazans. „Ég hélt fyrst að þetta væri enn ein rugluð samsæriskenning," segir McDonough og bætir því við að hann sé nú sannfærður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×