Innlent

Rannsaki sögusagnir um mismunun

Guðlaugur þór þórðarson
Guðlaugur þór þórðarson
Frumvarp til laga um rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja á tímabilinu frá október 2008 til ársloka 2009 er nú til umfjöllunar í viðskiptanefnd.

Í greinargerð þess segir að ýmsar sögusagnir hafi gengið um ósamræmd og ógagnsæ vinnubrögð af hálfu fjármálafyrirtækja og hafi margir leitt að því líkur að viðskiptavinum hafi verið mismunað og hvorki hugað að samkeppnis- né jafnræðissjónarmiðum. Markmið frumvarpsins er að leiða hið sanna í ljós.

Í Fréttablaðinu á fimmtudag var fjallað um fjölda rannsókna sem þingmenn hafa lagt til að ráðist verði í. Þar láðist að geta ofangreinds frumvarps.- bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×