Erlent

Játar að hafa fyrirskipað 80 prósent morða í Ciudad Juraez

Arturo Gallegos Caestrellon er á pari við grimma einræðisherra.
Arturo Gallegos Caestrellon er á pari við grimma einræðisherra.

Lögreglan í Mexíkó handsamaði Arturo Gallegos Caestrellon í borginni Ciudad Juraez sem er landamærabær við Bandaríkin. Arturo er grunaðu um að vera ábyrgur fyrir 80 prósent morða í borginni, sem hafa verið 2700 bara á þessu ári.

Arturo fer fyrir Azteka-genginu en meðlimir gengisins eru leigumorðingjar fyrir Juarez-fíkniefnahringinn. Arturo hefur þegar játað að hafa fyrirskipað um 80 prósent morðanna í borginni síðan árið 2009.

Lögreglan hafði hendur í hári Arturo um helgina. Handtaka hans var hluti af mikilli herferð lögreglunnar gegn skipulögðum glæpum í borginni. Meðal þeirra sem Arturo fyrirskipaði að yrðu myrtir voru fimmtán unglingar í veislu sem var haldin í janúar.

Málið komst í heimsfréttirnar enda fyrsti glæpurinn sem beindi sjónum heimsbyggðarinnar að ótrúlegu fíkniefnastríði sem á sér stað þar í landi.

Þá er Arturo grunaður um að hafa myrt fimm lögregluþjóna og bandarískan starfsmann konsúlsins.

Fíkniefnastríðið í Mexíkó hefur tekið á sig hryllilegar myndir. Nýjustu fregnir herma að fíkniefnahringir geri út barnahermenn til þess að sjá um morð fyrir sig.

Þannig stendur gríðarlega umfangsmikil leit yfir að tólf ára barni sem er grunað um að hafa myrt og pyntað andstæðinga einna af fjölmörgu fíkniefnamafíum í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×