Innlent

Umboðsmaður Alþingis kvartar yfir fjársvelti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir það viðbúið að afgreiðslutími Umboðsmanns Alþingis muni lengjast.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir það viðbúið að afgreiðslutími Umboðsmanns Alþingis muni lengjast.
Starfsmönnum Umboðsmanns Alþingis hefur fækkað vegna þess að embættið fær ekki nægjanlegt fjármagn til rekstursins. Niðurstaðan verður sú að afgreiðslutími mála verður lengri og Umboðsmaður Alþingis mun ekki geta tekið upp frumkvæðismál á næsta ári. Þetta kom fram í máli Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, á opnum fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun.

Frumkvæðismál eru mál sem Umboðsmaður ákveður sjálfur að skoða, án þess að honum berist kvartanir frá borgurum. Tryggvi sagði að á þessu ári hefði verið tekið upp eitt eða tvö frumkvæðismál. Þrátt fyrir þetta væri umfjöllun fjölmiðla með þeim hætti að það væri ef til vill tilefni til þess fyrir Umboðsmann Alþingis að taka upp eitt til tvö mál á hverjum einasta degi.

Þá sagði Tryggvi að kvörtunum til embættisins hefði fjölgað um 17% í ár frá fyrra ári. Málin ættu í mörgum tilfellum að rekja til afleiðingar efnahagshrunsins, því fólk væri að leita álita vegna atvinnumissis, skerðingar á bótum og fleiru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×