Erlent

Lóðrétt á leið til andskotans

Óli Tynes skrifar
Aðstoðarflugmaðurinn fór alveg í hnút þegar vélin stakkst niður.
Aðstoðarflugmaðurinn fór alveg í hnút þegar vélin stakkst niður. Mynd/Auglýsing fyrir Airplane

Litlu munaði að Boeing 737 þota frá Air India færist maí síðastliðnum þegar aðstoðarflugmaðurinn sem er 25 ára gamall var að stilla sæti sitt. Flugstjórinn hafði skroppið á klósettið. Þegar flugmaðurinn var að stilla sætið og færa það framar ýtti hann óvart á stjórnvölinn. Það varð til þess að vélin fór í bratta dýfu til jarðar. Flugmaðurinn var gripinn slíkri skelfingu að hann gat ekki einusinni hleypt flugstjóranum aftur inn í læstan stjórnklefann.

Mikil skelfing greip um sig í farþegarýminu enda flugu matarbakkar og handfarangur út um allt. Flugstjórinn sem er 39 ára gamall stimplaði þá neyðarnúmer inn í hurðarlæsinguna og komst inn í stjórnklefann. Þá hafði vélin þegar hrapað yfir sexhundruð metra. Það tók flugstjórann aðra tvöþúsund metra í nær lóðréttri dýfu að ná stjórn á vélinni og rétta hana af. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa segir að gripið verði til viðeigandi ráðstfanana gagnvart aðstoðarflugmanninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×