Innlent

Upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings - listi yfir umsækjendur

Erla Hlynsdóttir skrifar
Berghildur Erla sinnir nú stöðunni en í september var hún ráðin í starfið tímabundið
Berghildur Erla sinnir nú stöðunni en í september var hún ráðin í starfið tímabundið Mynd: Anton Brink
Tuttugu og tveir sóttu um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings. Ráðið verður í stöðuna fyrir mánaðarmót.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, sem nú sinnir stöðunni, er meðal umsækjenda. Hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar í septembermánuði, en ekki er kveðið á um að auglýsa þurfi tímabundin störf. Berghildur Erla er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings og síðar Arion banka.

Meðal annarra umsækjenda eru Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytis og þar áður umhverfisráðuneytis og Íris Alma Vilbergsdóttir, fyrrverandi ráðgjafi hjá KOM almannatengslum.

Í starfinu felst að hafa á hendi umsjón með vef sjórnlagaþings og annast ritstjórn hans. Upplýsingafulltrúi mun skipuleggja og annast kynningarstörf og upplýsingamiðlun fyrir væntanlegt stjórnlagaþing.Hann annast einnig samskipti við fjölmiðla og almenning um störf þingsins, og kemur að gerð kynningarefnis og frétta fyrir prent- og ljósvakamiðla.

Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 3. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 21. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×