Norska stjórnin vill öll spil upp á borðið 6. nóvember 2010 05:00 Öflug öryggisgæsla er starfrækt í sendiráðinu hér á landi rétt eins og í öðrum löndum. fréttablaðið/Vilhelm Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. Norska sjónvarpsstöðin TV2 skýrði frá þessu í gær. Norsk stjórnvöld hafa gert athugasemdir og krafist skýringa frá bandarískum stjórnvöldum. Jens Stoltenberg forsætisráðherra krefst þess að öll spil verði lögð á borðið í þessu máli. Hann segist ekki hafa vitað neitt af þessu fyrr en fjölmiðlar skýrðu frá málinu í gær. Í sendiráðum Bandaríkjanna eru starfræktar öryggisskrifsstofur, sem sjá meðal annars um öryggisgæslu við sendiráðið. Innan þeirra eru starfrækt teymi, svokölluð Surveillance Detective Units, sem hafa það hlutverk að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við sendiráðið og skrá upplýsingar um einstaklinga sem virðast vera að fylgjast með sendiráðinu. Upplýsingar af þessu tagi hafa á seinni árum verið geymdar í SIMAS, gagnabanka bandarískra stjórnvalda sem ætlaður er til að koma í veg fyrir hryðjuverk og glæpi, meðal annars gegn sendiráðum og starfsfólki þess. Í þennan gagnabanka eru skráðar upplýsingar á borð við nafn, aldur, kyn, hæð, þyngd, augnlit, háralit, heimilisfang, símanúmer, nöfn foreldra, ríkisfang og líkamleg sérkenni. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík vill hvorki neita því né játa að hér á landi sé safnað upplýsingum í gagnabanka af þessu tagi. „Bandaríkjastjórn gerir sér grein fyrir því að sendiskrifstofur okkar víða um heim eru hugsanleg skotmörk,“ segir Laura Gritz, talsmaður sendiráðsins í Reykjavík. „Við eigum í samstarfi við stjórnvöld gistiríkja um að gera allt sem við getum til að vernda sendifulltrúa okkar og starfsfólk, þar á meðal innlenda starfsmenn á hverjum stað,“ segir hún en tekur fram: „Við gefum ekki nákvæmar upplýsingar um tilteknar öryggisráðstafanir.“ „Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt njósna- eða öryggissamstarf hér á landi,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra. „En ef svo er þá er það eitthvað sem ég tel að ég sem dómsmálaráðherra ætti að vita um, og þá ætti að upplýsa mig um slíkt, og það hefur ekki verið gert.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. Norska sjónvarpsstöðin TV2 skýrði frá þessu í gær. Norsk stjórnvöld hafa gert athugasemdir og krafist skýringa frá bandarískum stjórnvöldum. Jens Stoltenberg forsætisráðherra krefst þess að öll spil verði lögð á borðið í þessu máli. Hann segist ekki hafa vitað neitt af þessu fyrr en fjölmiðlar skýrðu frá málinu í gær. Í sendiráðum Bandaríkjanna eru starfræktar öryggisskrifsstofur, sem sjá meðal annars um öryggisgæslu við sendiráðið. Innan þeirra eru starfrækt teymi, svokölluð Surveillance Detective Units, sem hafa það hlutverk að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við sendiráðið og skrá upplýsingar um einstaklinga sem virðast vera að fylgjast með sendiráðinu. Upplýsingar af þessu tagi hafa á seinni árum verið geymdar í SIMAS, gagnabanka bandarískra stjórnvalda sem ætlaður er til að koma í veg fyrir hryðjuverk og glæpi, meðal annars gegn sendiráðum og starfsfólki þess. Í þennan gagnabanka eru skráðar upplýsingar á borð við nafn, aldur, kyn, hæð, þyngd, augnlit, háralit, heimilisfang, símanúmer, nöfn foreldra, ríkisfang og líkamleg sérkenni. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík vill hvorki neita því né játa að hér á landi sé safnað upplýsingum í gagnabanka af þessu tagi. „Bandaríkjastjórn gerir sér grein fyrir því að sendiskrifstofur okkar víða um heim eru hugsanleg skotmörk,“ segir Laura Gritz, talsmaður sendiráðsins í Reykjavík. „Við eigum í samstarfi við stjórnvöld gistiríkja um að gera allt sem við getum til að vernda sendifulltrúa okkar og starfsfólk, þar á meðal innlenda starfsmenn á hverjum stað,“ segir hún en tekur fram: „Við gefum ekki nákvæmar upplýsingar um tilteknar öryggisráðstafanir.“ „Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt njósna- eða öryggissamstarf hér á landi,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra. „En ef svo er þá er það eitthvað sem ég tel að ég sem dómsmálaráðherra ætti að vita um, og þá ætti að upplýsa mig um slíkt, og það hefur ekki verið gert.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira