Liverpool er komið áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á makedóníska liðinu Rabotnicki á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 og því 4-0 samanlagt.
David Ngog skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum og kom Liverpool í 1-0 í kvöld þegar hann skallaði inn frábæra sendingu frá Joe Cole á 22. mínútu.
David Ngog átti einnig þátt í seinna markinu þegar hann fiskaði vítaspyrnu sem Steven Gerrard nýtti á 40. mínútu.
Joe Cole átti mjög góðan leik í kvöld og var nálægt því að skora þriðja markið þegar hann skaut í stöngina á upphafsmínútu seinni hálfleiksins.
