Innlent

Áhyggjur af ungum þjófum

Hnupl. Myndin er sviðsett.
Hnupl. Myndin er sviðsett.

Ungur aldur búðarþjófa vakti athygli hjá Öryggismiðstöðinni um helgina. Í tilkyningu segja þeir að öryggisverðir á þeirra vegum hafi komið að nokkrum málum um helgina þar sem mjög ungir ólögráða einstaklingar voru staðnir að hnupli í verslunum, allt niður í 12-13 ára gamlir.

Öryggismiðstöðinni finnst fyllsta ástæða að benda börnum og foreldrum á að búðarhnupl sé litið mjög alvarlegum augum af verslunareigendum og slík mál eru nánast undantekningarlaust kærð til lögreglu.

Hnupl getur því haft alvarlegar afleiðingar jafnvel þótt reynt sé að stela varningi fyrir lágar upphæðir.

Gæsla í verslunum eru mikil fyrir hátíðarnar auk þess sem flestar verslanir hafa yfir að ráða mjög öflugum eftirlitsbúnaði til að sporna gegn hnupli.

Þá má gjarnan minna foreldra á að fara yfir þessi mál með börnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×