Fréttir vikunnar: Gunnar í Krossinum og barnshafandi ráðherra Boði Logason skrifar 28. nóvember 2010 16:00 Gunnar í Krossinum sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að hann væri niðurbrotinn maður. Mynd/Anton Margt kom upp í vikunni sem leið. Fimm konur sögðu að Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefðu beitt sig kynferðislegu ofbeldi, Árni Johnsen vildi fá 10 þúsund milljarða í skaðabætur frá Bretum og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti að hún bæri barn undir belti. MánudagurMánudagur Á mánudaginn sögðum við frá því að Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár, fór í skyndi með hana daginn áður til London. Hún var ósátt við vinnubrögð lækna á Barnaspítala Hringsins og ákvað án samráðs við þá að fara út með stelpuna. „Mér finnst bara svo leiðinlegt að þeir hafa oftar en einu sinni séð að ég hafi rétt fyrir mér um hana en neita alltaf að hlusta á mig og gera prufur sem ég bið um. Ég skil ekki svona áhugaleysi við lítið veikt barn," sagði Ragna á Facebook síðu sinni. Síðar um kvöldið náði Vísir tali af henni þar sem hún var kominn á spítalann til að hitta breska lækna.Blóðbankinn biðlaði til blóðgjafa um að gefa blóð því það vantaði blóð í bankann. „Við þurfum að bæta lagerstöðuna hjá okkur fyrir jól og áramót," sagði í tilkynningu frá Blóðbankanum. Í Íslandi í dag á mánudagskvöld var ítarleg umfjöllun um játningu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu. Í játningu Gunnars Rúnars sem fréttastofa hefur undir höndum segir að ástæðan fyrir þeim hugsunum um að drepa Hannesi hafi verið þráhyggja hans í garð kærustu Hannesar, sem var gömul skólasystir og vinkona Gunnars. „Ég vildi bara losna við hann til að fá hana. Ég var aldrei reiður út í hann en ég vildi samt...bara eina leiðin hélt ég var að losna við hann," sagði Gunnar í játningunni. ÞriðjudagurTryggvi Jón missti nær alla sjón og heyrnÞriðjudagur Við sögðum frá því að karlkyns grísir eru geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. „„Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," sagði Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs.Fimmtán ára drengur sem missti nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," sagði Tryggvi Jón Jónatansson í þættinum Íslandi í dag. Móðir hans sagði í Íslandi í dag að hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun þyki ástæða til að styrkja fjölskyldu Tryggva Jóns í að breyta heimilinu þannig að hann geti komist á milli herbergja í hjólastólnum. Íslenskir feðgar voru staddir í Norður-Kóreu þegar að heimamenn gerðu stórskotaliðsárás á suður-kóreska eyju fyrr um morguninn. Feðgarnir fóru yfir landamæri Kína og Norður-Kóreu síðastliðinn föstudag ásamt hópi ferðamanna og leiðsögumanns. „Auðvitað er manni ekki sama. Það getur allt gerst," sagði Katrín Lilja Ævarsdóttir, móðir Ævars Inga Matthíassonar sem var í landinu með föður sínum. „Þeir náðu að láta vita af sér í morgun og voru heilir á höldnu," sagði hún ennfremur.Miðvikudagur„Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli,“ sagði Bubbi.MiðvikudagurHópur manna og fyrirtækja brást skjótt við fregnum af vandræðum Tryggva Jóns og vilja freista þess að breyta heimili hans þannig að hann geti áfram búið hjá fjölskyldu sinni.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að starfsmannaveisla hjá pítsafyrirtækinu Domino's fór úr böndunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brutust út hópslagsmál sem varð til þess að kallað var á lögregluna. Einn þeirra slösuðu fékk glóðarauga, tönn var brotin í öðrum og sá þriðji var með minniháttar meiðsl.Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það á miðvikudaginn Hagar væru skaðabótaskyldir vegna konu sem rann á döðlum í Hagkaup árið 2005. Konan var að versla í Hagkaup á Seltjarnarnesi þegar hún steig ofan á döðlu, sem var á gólfi verslunarinnar og rann við það og skall með vinstra hnéð í gólfið. Hún var óvinnufær í tíu daga eftir slysið.Bubbi Morthens bað góðan Guð að styrkja fjölskyldu Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigurþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Hann segir að harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg. „Nú er komin Fésbókarhópur sem vill hefnd og leyfir sér að halda því fram að morðinginn sé sakhæfur. Þetta fólk hefur ekkert fyrir sér í því annað en reiði og sorg. Hver yrði ekki reiður og sorgmæddur ef hann missti náinn aðstandanda á þennan máta?," sagði Bubbi í pistli á Pressunni.is.FimmtudagurKatrín Jakobsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Gunnari SigvaldssyniFimmtudagurVið sögðum frá því að dæmi séu um að mjólkurkýr fái aldrei að fara út til að bíta gras og anda að sér fersku lofti. Þess í stað eyða þær árinu innandyra þar sem þær gera lítið annað nema að nærast, mjólka og skila frá sér úrgangi. Samkvæmt reglugerð eiga þeir rétt á átta vikna útivist á ári. Vísir greindi einnig frá því að Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur.Vísir greindi fyrst frá því allra fjölmiðla að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra bæri barn undir belti. „Ég var bara að segja þingflokknum frá þessu í gærkvöldi," sagði Katrín þegar Vísir náði tali af henni. Hún sagði að þetta þýði að hún muni þurfa að taka sér leyfi frá störfum í maí ef allt gengur að óskum.Á Vísi kom fram að Geirmundur Vilhjálmsson, forstöðumaður Kvíabryggju, hafi verið veitt tímabundin lausn frá störfum á meðan ríkisendurskoðun kannar bókhald fangelsins. Á vef dómsmálaráðuneytisins koom frma að Fangelismálastofnun hafi vakið athygli ráðuneytisins á aðfinnslum sem stofnunin hafi gert við fjárreiður og bókhald fangelsins að Kvíabryggju.Gunnar Þorsteinsson í Krossinum sagðist vera niðurbrotinn maður vegna ásakanna um að hann hafi brotið gegn fimm konum. Á meðal þeirra sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni eru tvær fyrrverandi mágkonur hans. „Þetta snýst um kynferðislegt ofbeldi af hendi Gunnars Þorsteinssonar forstöðumanns í Krossinum," sagði Ásta Knútsdóttir talskona kvennanna. Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að hann ætlaði að leita réttar síns og hreinsa mannorð sitt.FöstudagurÁrni Johnsen vill 10 þúsund milljarða frá BretumFöstudagurÁrni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram þingsályktunar tillögu daginn áður, fimmtudag. Árni vill að ríkisstjórnin höfði mál gegn breska ríkinu vegna hryðjuverkalaganna sem var beitt á Íslendinga eftir bankahrunið. Í þingsályktunartillögunni kemur fram að ríkisstjórnin krefjist skaðabóta að fjárhæð 11 þúsund milljarða íslenskra króna. Tíu þúsund frá Bretum og 500 milljarða frá Nato og 500 milljarða frá Evrópusambandinu. Um fjórtan þúsund einstaklingar voru atvinnulausir á Íslandi í hádeginu daginn áður. Samtök atvinnulífsins telja þetta ólíðandi og hafa lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins og útrýmingu atvinnuleysis. Þá kom einnig fram að Atli Gíslason þingmaður Vinstri Grænna, hafi verið mikið frá þingstörfum í bráðum átta vikur. Enginn núverandi þingmanna hefur eins oft og lengi tekið sér frí frá þingstörfum og Atli.LaugardagurGunnar Þorsteinsson og Jónína BenediktsdóttirLaugardagur Kosið var til Stjórnlagaþings á laugardaginn. Á fyrsta klukkutímanum höfðu 1443 kosið en kjörstaðir opnuðu klukkan níu um morguninn. Einhverjir gleymdu hjálparkjörseðlinum heima og þá voru einhverjir sem ekki vissu að það mætti taka hann með sér inn í kjörklefann. Litlar sem engar biðraðir mynduðust á kjörstöðum víða um land.Jónína Benediktsdóttir eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum sagði á Facebook að hann hún myndi dást að æðruleysi eiginmanns síns. „Ég elska þig," sagði hún það ennfremur. „....Ég er lánsöm með að elska og vera elskuð. Það er ekki sjálfgefið að finna stóru ástina 53 ára, hvað þá 58 en okkur hjónum tókst það. Enginn sérfræðingur nær að skemma það," sagði Jónína.Tæplega 30 prósent kjörsókn var í Reykjavík klukkan 20 um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn í Reykjavík höfðu ekki fleiri látið sjá sig á kjörstað þegar líða tók á kvöldið. Ef eitthvað er, dró úr fjöldanum. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Margt kom upp í vikunni sem leið. Fimm konur sögðu að Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefðu beitt sig kynferðislegu ofbeldi, Árni Johnsen vildi fá 10 þúsund milljarða í skaðabætur frá Bretum og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti að hún bæri barn undir belti. MánudagurMánudagur Á mánudaginn sögðum við frá því að Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár, fór í skyndi með hana daginn áður til London. Hún var ósátt við vinnubrögð lækna á Barnaspítala Hringsins og ákvað án samráðs við þá að fara út með stelpuna. „Mér finnst bara svo leiðinlegt að þeir hafa oftar en einu sinni séð að ég hafi rétt fyrir mér um hana en neita alltaf að hlusta á mig og gera prufur sem ég bið um. Ég skil ekki svona áhugaleysi við lítið veikt barn," sagði Ragna á Facebook síðu sinni. Síðar um kvöldið náði Vísir tali af henni þar sem hún var kominn á spítalann til að hitta breska lækna.Blóðbankinn biðlaði til blóðgjafa um að gefa blóð því það vantaði blóð í bankann. „Við þurfum að bæta lagerstöðuna hjá okkur fyrir jól og áramót," sagði í tilkynningu frá Blóðbankanum. Í Íslandi í dag á mánudagskvöld var ítarleg umfjöllun um játningu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu. Í játningu Gunnars Rúnars sem fréttastofa hefur undir höndum segir að ástæðan fyrir þeim hugsunum um að drepa Hannesi hafi verið þráhyggja hans í garð kærustu Hannesar, sem var gömul skólasystir og vinkona Gunnars. „Ég vildi bara losna við hann til að fá hana. Ég var aldrei reiður út í hann en ég vildi samt...bara eina leiðin hélt ég var að losna við hann," sagði Gunnar í játningunni. ÞriðjudagurTryggvi Jón missti nær alla sjón og heyrnÞriðjudagur Við sögðum frá því að karlkyns grísir eru geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. „„Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," sagði Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs.Fimmtán ára drengur sem missti nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," sagði Tryggvi Jón Jónatansson í þættinum Íslandi í dag. Móðir hans sagði í Íslandi í dag að hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun þyki ástæða til að styrkja fjölskyldu Tryggva Jóns í að breyta heimilinu þannig að hann geti komist á milli herbergja í hjólastólnum. Íslenskir feðgar voru staddir í Norður-Kóreu þegar að heimamenn gerðu stórskotaliðsárás á suður-kóreska eyju fyrr um morguninn. Feðgarnir fóru yfir landamæri Kína og Norður-Kóreu síðastliðinn föstudag ásamt hópi ferðamanna og leiðsögumanns. „Auðvitað er manni ekki sama. Það getur allt gerst," sagði Katrín Lilja Ævarsdóttir, móðir Ævars Inga Matthíassonar sem var í landinu með föður sínum. „Þeir náðu að láta vita af sér í morgun og voru heilir á höldnu," sagði hún ennfremur.Miðvikudagur„Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli,“ sagði Bubbi.MiðvikudagurHópur manna og fyrirtækja brást skjótt við fregnum af vandræðum Tryggva Jóns og vilja freista þess að breyta heimili hans þannig að hann geti áfram búið hjá fjölskyldu sinni.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að starfsmannaveisla hjá pítsafyrirtækinu Domino's fór úr böndunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brutust út hópslagsmál sem varð til þess að kallað var á lögregluna. Einn þeirra slösuðu fékk glóðarauga, tönn var brotin í öðrum og sá þriðji var með minniháttar meiðsl.Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það á miðvikudaginn Hagar væru skaðabótaskyldir vegna konu sem rann á döðlum í Hagkaup árið 2005. Konan var að versla í Hagkaup á Seltjarnarnesi þegar hún steig ofan á döðlu, sem var á gólfi verslunarinnar og rann við það og skall með vinstra hnéð í gólfið. Hún var óvinnufær í tíu daga eftir slysið.Bubbi Morthens bað góðan Guð að styrkja fjölskyldu Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigurþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Hann segir að harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg. „Nú er komin Fésbókarhópur sem vill hefnd og leyfir sér að halda því fram að morðinginn sé sakhæfur. Þetta fólk hefur ekkert fyrir sér í því annað en reiði og sorg. Hver yrði ekki reiður og sorgmæddur ef hann missti náinn aðstandanda á þennan máta?," sagði Bubbi í pistli á Pressunni.is.FimmtudagurKatrín Jakobsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Gunnari SigvaldssyniFimmtudagurVið sögðum frá því að dæmi séu um að mjólkurkýr fái aldrei að fara út til að bíta gras og anda að sér fersku lofti. Þess í stað eyða þær árinu innandyra þar sem þær gera lítið annað nema að nærast, mjólka og skila frá sér úrgangi. Samkvæmt reglugerð eiga þeir rétt á átta vikna útivist á ári. Vísir greindi einnig frá því að Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur.Vísir greindi fyrst frá því allra fjölmiðla að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra bæri barn undir belti. „Ég var bara að segja þingflokknum frá þessu í gærkvöldi," sagði Katrín þegar Vísir náði tali af henni. Hún sagði að þetta þýði að hún muni þurfa að taka sér leyfi frá störfum í maí ef allt gengur að óskum.Á Vísi kom fram að Geirmundur Vilhjálmsson, forstöðumaður Kvíabryggju, hafi verið veitt tímabundin lausn frá störfum á meðan ríkisendurskoðun kannar bókhald fangelsins. Á vef dómsmálaráðuneytisins koom frma að Fangelismálastofnun hafi vakið athygli ráðuneytisins á aðfinnslum sem stofnunin hafi gert við fjárreiður og bókhald fangelsins að Kvíabryggju.Gunnar Þorsteinsson í Krossinum sagðist vera niðurbrotinn maður vegna ásakanna um að hann hafi brotið gegn fimm konum. Á meðal þeirra sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni eru tvær fyrrverandi mágkonur hans. „Þetta snýst um kynferðislegt ofbeldi af hendi Gunnars Þorsteinssonar forstöðumanns í Krossinum," sagði Ásta Knútsdóttir talskona kvennanna. Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að hann ætlaði að leita réttar síns og hreinsa mannorð sitt.FöstudagurÁrni Johnsen vill 10 þúsund milljarða frá BretumFöstudagurÁrni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram þingsályktunar tillögu daginn áður, fimmtudag. Árni vill að ríkisstjórnin höfði mál gegn breska ríkinu vegna hryðjuverkalaganna sem var beitt á Íslendinga eftir bankahrunið. Í þingsályktunartillögunni kemur fram að ríkisstjórnin krefjist skaðabóta að fjárhæð 11 þúsund milljarða íslenskra króna. Tíu þúsund frá Bretum og 500 milljarða frá Nato og 500 milljarða frá Evrópusambandinu. Um fjórtan þúsund einstaklingar voru atvinnulausir á Íslandi í hádeginu daginn áður. Samtök atvinnulífsins telja þetta ólíðandi og hafa lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins og útrýmingu atvinnuleysis. Þá kom einnig fram að Atli Gíslason þingmaður Vinstri Grænna, hafi verið mikið frá þingstörfum í bráðum átta vikur. Enginn núverandi þingmanna hefur eins oft og lengi tekið sér frí frá þingstörfum og Atli.LaugardagurGunnar Þorsteinsson og Jónína BenediktsdóttirLaugardagur Kosið var til Stjórnlagaþings á laugardaginn. Á fyrsta klukkutímanum höfðu 1443 kosið en kjörstaðir opnuðu klukkan níu um morguninn. Einhverjir gleymdu hjálparkjörseðlinum heima og þá voru einhverjir sem ekki vissu að það mætti taka hann með sér inn í kjörklefann. Litlar sem engar biðraðir mynduðust á kjörstöðum víða um land.Jónína Benediktsdóttir eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum sagði á Facebook að hann hún myndi dást að æðruleysi eiginmanns síns. „Ég elska þig," sagði hún það ennfremur. „....Ég er lánsöm með að elska og vera elskuð. Það er ekki sjálfgefið að finna stóru ástina 53 ára, hvað þá 58 en okkur hjónum tókst það. Enginn sérfræðingur nær að skemma það," sagði Jónína.Tæplega 30 prósent kjörsókn var í Reykjavík klukkan 20 um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn í Reykjavík höfðu ekki fleiri látið sjá sig á kjörstað þegar líða tók á kvöldið. Ef eitthvað er, dró úr fjöldanum.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira