Innlent

Fermetri af stuðlabergi á 16 þúsund

Þakklæðningin á Lækjargötu 2 er úr stuðlabergsnámu í Hrepphólum í Hrunamannahreppi.
Fréttablaðið/Svavar
Þakklæðningin á Lækjargötu 2 er úr stuðlabergsnámu í Hrepphólum í Hrunamannahreppi. Fréttablaðið/Svavar
Stuðlabergsskífurnar á húsið sem Reykjavíkurborg er að láta reisa á Lækjargötu 2 kostuðu um sextán þúsund krónur á fermetrann.

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur stuðlaberg ekki áður verið notað í þakklæðningar svo vitað sé. Stuðlabergið á Lækjargötu er úr námu jarðarinnar Hrepphólar í Hrunamannahreppi. Steinsmiðjan S. Helgason skar efnið í skífur.

Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri á framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, bendir á að fermetrinn af skífum á húsinu á Höfða hafi kostað um 27 þúsund krónur á fermetrann. Það mun hafa verið svokölluð Alta-skífa frá Noregi.

„Bárujárn er um það bil helmingi ódýrara og sjálfsagt hefði verið hægt að fá innfluttar þakskífur fyrir eitthvað minna en 27 þúsund krónur. Það var ekki reynt heldur var ákveðið að fara í þróunarvinnu með það efni sem var til innanlands,“ segir Kristín og vísar í þessu samhengi til bágrar stöðu eftir bankahrunið.

„Niðurstaðan var þessar fallegu þakskífur sem nú eru komnar á þakið,“ segir Kristín. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×