Innlent

Ellisif Tinna skilar góðu búi

Ellisif Tinna Víðisdóttir
Ellisif Tinna Víðisdóttir

Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til.

Ellisif Tinna sagði í samtali við Fréttablaðið að breytingar á lögum um Varnarmálastofnun hefðu kveðið á um þetta fyrirkomulag við starfslok sín en samkvæmt lögunum verður stofnunin lögð niður um áramót.

Rekstrarafkoma Varnarmálastofnunar er jákvæð um 190 milljónir að því er fram kom í tilkynningu frá Varnarmálastofnun í gær. Rekstraráætlun tímabilsins gerði ráð fyrir kostnaði upp á 683 milljónir, en 1. september voru bókfærð gjöld um 487 milljónir.

Spurð hvað hún hygðist taka sér fyrir hendur sagði Ellisif Tinna ætla að nota nýbyrjaðan mánuð til að íhuga það mál. „Ég er búin að fá atvinnutilboð," sagði hún og kvaðst ætla að taka sér tíma til að taka afstöðu til þess.

Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. - jss










Fleiri fréttir

Sjá meira


×