Lífið

Górillubattl í FB

Erla María J. Tölgyes skrifar
Mynd: Smári Freyr Guðmundsson
Mynd: Smári Freyr Guðmundsson
Í kvöld kepptu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn í 8 liða úrslitum í Morfís. Keppnin fór fram í sal FB og var góð mæting frá báðum skólum. Umræðuefnið var framtíðin en Kvennó mælti með og FB á móti.

Keppnin fór vel fram og sýndu liðsmenn beggja liða mikil tilþrif við ræðuhöld. Baldur Eiríksson úr liði Kvennaskólans bar þó af að mati dómara og var kjörinn ræðumaður kvöldsins.

Lukkudýr liðanna vöktu óneitanlega mikla athygli en þau eru bæði górillur, önnur bleik en hin svört. Þegar dómarar létu bíða eftir sér tóku górillurnar málin í sínar hendur og skemmtu áhorfendum með einhverskonar górillubattli slash breikdansi. Atriðið endaði svo með heitum górillu-kossi og faðmlögum áhorfendum til mikillar skemmtunnar.

Við í FB bíðum spennt eftir næsta hittingi loðdýranna og að sjá hverju þau taka upp á næst.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FB fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.