Innlent

Átta þúsund Reykvíkingar kosið

Sjö þúsund manns kusu í Laugardalshöll í utankjörfundaratkvæðisgreiðslu, og þrjú þúsund víðsvegar um land.
Sjö þúsund manns kusu í Laugardalshöll í utankjörfundaratkvæðisgreiðslu, og þrjú þúsund víðsvegar um land. Mynd/Pjetur
Klukkan 13 í dag höfðu 9,4 prósent kjósenda kosið til stjórnlagaþings í Reykjavík, eða samtals um 8 þúsund manns. Í Kópavogi var kjörsókn svipuð, þar höfðu 9,2 prósent kjósenda kosið á sama tíma.

Tæplega 800 manns höfðu kosið á Akureyri um hádegisbilið sem er rúmlega 6 prósent kosningabærra manna. Alls kusu 432 utankjörfundar á svæðinu. Í Ísafjarðarbæ höfðu 299 kosið klukkan tólf á hádegi.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórum gengur fólki vel að kjósa og litlar biðraðir eru á kjörstöðum.

Klukkan tíu í morgun höfðu 1443 kosið í Reykjavík og klukkan ellefu höfðu tæplega 3700 manns kosið.

Kjörstaðir loka klukkan 22 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×