Fótbolti

Hansa Rostock lagði toppliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Jóhannsson (í miðju) og Helgi Valur Daníelsson (21) fagna markaskorar Hansa Rostock í dag.
Garðar Jóhannsson (í miðju) og Helgi Valur Daníelsson (21) fagna markaskorar Hansa Rostock í dag. Nordic Photos / Bongarts

Íslendingaliðið Hansa Rostock vann í dag góðan útisigur á toppliði Kaiserslautern, 1-0, í þýsku B-deildinni í knattspyrnu.

Kaiserslautern þurfti aðeins eitt stig úr leiknum til að gulltryggja að liðið kæmist upp í úrvalsdeildina en Garðar Jóhannsson, Helgi Valur Daníelsson og félagar sáu til þess að liðið þurfi að bíða eitthvað enn eftir úrvalsdeildarsætinu.

Þeir Garðar og Helgi Valur voru báðir í byrjunarliðinu en Garðar var tekinn af velli á 72. mínútu. Eina mark leiksins var skorað í lok fyrri hálfleiks en þá hafði markvörður Rostock varið vítaspyrnu frá Kaiserslautern.

Þetta voru gríðarlega mikilvæg stig fyrir Hansa Rostock þar sem liðið nánast sá til þess að það myndi ekki lenda í fallsæti. Hins vegar er enn góður möguleiki á því að liðið þurfi að fara í umspil um sæti sitt í deildinni.

Rostock er nú með 35 stig í fjórða neðsta sæti deildarinnar, jafn mörg og Frankfurt sem er í því þriðja neðsta. Tvö neðstu liðin falla úr deildinni og liðið í því þriðja neðsta þarf að fara í umspil.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×