Innlent

Segir Kína helst treysta á Ísland

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg að Ísland sé helsti samstarfsaðili Kína við þróun og vinnslu jarðvarmaorku.

Hann sagði í viðtalinu að bæði Wen Jiabao forsætisráðherra og Xi varaforseti, sem verður næsti forseti Kína, hafi lýst því yfir að Kína líti nú á Ísland sem aðalfélaga sinn í umbreytingu Kína í jarðorkugeiranum. „Þeir í Kína eru að gera það sem við gerðum í Reykjavík,” segir forsetinn.

„Þegar ég var strákur var Reykjavík hituð upp með kolum og olíu en í dag er borgin algerlega hrein og jarðorkuvæn,“ sagði Ólafur Ragnar.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×