Erlent

Ekki lokað í Guantanamo á næstunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangabúðirnar eru víggirtar. Mynd/ afp.
Fangabúðirnar eru víggirtar. Mynd/ afp.
Hinar alræmdu Guantanamo fangabúðir munu ekki loka á næstunni, samkvæmt upplýsingum sem breska blaðið Telegraph hefur frá Hvíta húsinu í Washington. Vel á annað ár er liðið frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því að búðirnar myndu loka innan árs.

Robert Gibbs, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, segir að það velti að hluta til að samstarfsvilja Repúblikana hversu vel mun ganga að loka búðunum. Hins vegar segir Telegraph að sú áætlun Demókrata og Repúblikana að vista fangana ekki á bandaríska jörðu muni tefja fyrirætlanir um lokun búðanna.

Bandarísk stjórnvöld hafa leitast eftir því að vista fangana víðsvegar um heiminn. Það vakti athygli þegar WikiLeaks skjöl frá bandarískum sendiráðum víðsvegar um heim voru birt um daginn að íslensk stjórnvöld fengu beiðni um að vista fanga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×