Viðskipti innlent

Segir Búðarhálsvirkjun á áætlun

Hörðuar Arnarson.
Hörðuar Arnarson. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir vinnu við Búðarhálsvirkjun á áætlun. „Við gerum ráð fyrir að öðru hvoru megin við áramótin þá ljúki fjármögunun. Það hefur alltaf verið sagt og við bindum vonir við að það standi. Verkefnið fer ekki á fulla ferð fyrr en að langtímafjármögnun er tryggð."

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að að vinnu við Búðarhálsvirkjun sé haldið í lágmarki með aðeins 16 starfsmönnum. Vinnubúðir eru risnar við Sultartangalón, malbikaður vegur kominn alla leið og meira segja ljósastaurar við heimreiðina. Mánuður er liðinn frá því starfsmenn Ístaks mættu með fyrstu tækin á svæðið.

„Vegna skuldsetningar verðum við að tryggja að allar framkvæmdir sem við ráðumst í séu langtímafjármagnaðar í erlendri mynt. Við getum ekki gert eins og menn gerðu hér áður farið af stað og fjármagnað og eftir á," sagði Hörður spurður út  málið í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag.


Tengdar fréttir

Búðarháls í hægagangi

Vinnu við Búðarhálsvirkjun er haldið í lágmarki með aðeins sextán starfsmönnum. Framkvæmdir komast ekki á fullan skrið fyrr en Landsvirkjun tekst að afla lánsfjár í útlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×