Rigningin að riðla öllu í Ryder-bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2010 19:30 Tiger Woods með regnhlífina í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja. Vegna rigninganna og frestuninnar í dag hefur dagskrá Ryder-bikarsins riðlast mikið en mótshaldarar gera nú allt til þess að það verði hægt að klára keppnina á sunnudaginn. Takist það ekki mun Ryder-bikarnum ljúka á mánudegi í fyrsta sinn í sögu hans. Þegar keppni var frestað í kvöld þá var bandaríska liðið yfir í tveimur leikjum, í einum leik var jafnt og Evrópa var yfir í einum leik. Fyrsti leikur komst á þrettándu holu en aðrir leikir eru komnir styttra. Evrópa byrjaði betur í morgun en sjö tíma biðin fór greinilega betur í Bandaríkjamenn sem spiluðu mun betur seinni hluta dagsins. Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Matt Kuchar eru tveimur holum yfir gegn Norður Írunum Rory McIlroy og Greame McDowell en þeir hafa klárað elleftu holu. Bandaríkjamennirnir Jeff Overton og Bubba Watson eru líka yfir gegn Evrópumönnunum Padraig Harrington og Luke Donald en þeir hafa bara lokið átta holum. Evrópumennirnir Lee Westwood og Martin Kaymer eru einni holu yfir gegn Bandaríkjamönnunm Phil Mickelson og Dustin Johnson þegar þeir eru búnir að spila tólf holur en það er allt jafnt hjá Bandaríkjamönnunum Tiger Woods og Steve Stricker á móti Englendingunum Ian Poutler og Ross Fisher. Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja. Vegna rigninganna og frestuninnar í dag hefur dagskrá Ryder-bikarsins riðlast mikið en mótshaldarar gera nú allt til þess að það verði hægt að klára keppnina á sunnudaginn. Takist það ekki mun Ryder-bikarnum ljúka á mánudegi í fyrsta sinn í sögu hans. Þegar keppni var frestað í kvöld þá var bandaríska liðið yfir í tveimur leikjum, í einum leik var jafnt og Evrópa var yfir í einum leik. Fyrsti leikur komst á þrettándu holu en aðrir leikir eru komnir styttra. Evrópa byrjaði betur í morgun en sjö tíma biðin fór greinilega betur í Bandaríkjamenn sem spiluðu mun betur seinni hluta dagsins. Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Matt Kuchar eru tveimur holum yfir gegn Norður Írunum Rory McIlroy og Greame McDowell en þeir hafa klárað elleftu holu. Bandaríkjamennirnir Jeff Overton og Bubba Watson eru líka yfir gegn Evrópumönnunum Padraig Harrington og Luke Donald en þeir hafa bara lokið átta holum. Evrópumennirnir Lee Westwood og Martin Kaymer eru einni holu yfir gegn Bandaríkjamönnunm Phil Mickelson og Dustin Johnson þegar þeir eru búnir að spila tólf holur en það er allt jafnt hjá Bandaríkjamönnunum Tiger Woods og Steve Stricker á móti Englendingunum Ian Poutler og Ross Fisher.
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira