Innlent

Kosið til stjórnlagaþings í dag

Laugardalshöll í gær. Kosningu utan kjörfundar lauk á hádegi í gær en alls greiddu 10.109 atkvæði utan kjörfundar.Fréttablaðið/ANTON
Laugardalshöll í gær. Kosningu utan kjörfundar lauk á hádegi í gær en alls greiddu 10.109 atkvæði utan kjörfundar.Fréttablaðið/ANTON

Fulltrúar verða kosnir á stjórnlagaþing um allt land í dag. Kjörfundur hefst klukkan 9.00 en lýkur klukkan 22. Alls eru 522 einstaklingar í framboði en stjórnlagaþingið verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þeir verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna.

Stjórnlagaþingið mun koma saman í febrúar á næsta ári til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og mun þingið standa í tvo til fjóra mánuði. Því er ætlað að undirbúa frumvarp að breytingum á stjórnarskrá en niðurstöður Þjóðfundar 2010 verða hafðar til hliðsjónar við þá vinnu.

Stjórnlagaþingið og kosningarnar til þess eru án fordæma í íslenskri sögu.

Talning atkvæða úr kosningnum hefst klukkan níu á sunnudagsmorgun og er niðurstaðna að vænta á mánudag.- mþl










Fleiri fréttir

Sjá meira


×