Erlent

Kosta um 600 þúsund líf á hverju ári

Fjörutíu prósent barna stunda óbeinar reykingar, samkvæmt rannsókninni. nordicphotos/AFP
Fjörutíu prósent barna stunda óbeinar reykingar, samkvæmt rannsókninni. nordicphotos/AFP
Óbeinar reykingar kosta 600 þúsund manns lífið ár hvert. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar, sem birt er í breska læknatímaritinu Lancet.

Rannsökuð voru gögn frá árinu 2004 frá alls 192 löndum. Í ljós kom að 40 prósent barna og þrjátíu prósent karla og kvenna sem ekki reykja anda reglulega að sér reyk frá reykingafólki.

Vísindamennirnir telja að óbeinar reykingar séu ár hvert valdar að 379 þúsundum þeirra dauðsfalla, sem stafa af hjartasjúkdómum, 165 þúsundum dauðsfalla vegna lungnabólgu eða skyldra sjúkdóma, 36.900 dauðsfalla vegna astma og 21.400 dauðsfalla vegna lungnakrabbameins.

Þessi 600 þúsund dauðsföll bætast við þær 5 milljónir manna sem ár hvert láta lífið vegna beinna reykinga.

„Þetta hjálpar okkur að skilja þann raunverulega toll sem tóbakið tekur,“ segir Armando Perurga, framkvæmdastjóri hjá Alþjóða­heilbrigðisstofnuninni.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×