Erlent

Enn ein skotárásin í Malmø

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sænska lögreglan leitar byssumanns. Mynd/ AFP.
Sænska lögreglan leitar byssumanns. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Malmø leitar byssumanns sem hóf skothríð í Augustenborg hverfinu í Malmø í kvöld. Maðurinn skaut tvisvar sinnum að verslunarglugga í húsi þar sem klæðskeri og rakari eru með rekstur.

Eigandi húsnæðisins heyrði skothvellina og brá sér út til að athuga hvað var á seyði og þá kom til handalögmáls á milli þeirra, samkvæmt frásögn Danmarks Radio. Það endaði með því að byssumaðurinn skallaði eiganda húsnæðisins og flúði svo á hjóli. „Við vitum ekki hvort þetta var rán eða skotárás. Eins og staðan er núna rannsökum við málið sem ránstilraun," segir Hans Nilsson hjá lögreglunni á Skáni.

Eins og fram hefur komið gengur byssumaður laus í Malmø og hefur hann valdið miklum ugg í borginni. Hann er grunaður um að bera ábyrgð á allt að 15 óupplýstum skotárásum á einu ári. Ekki er vitað hvort skotárásin í kvöld sé á ábyrgð þessa manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×