Tugir húsa í björtu báli Óli Tynes skrifar 23. nóvember 2010 11:52 Tugir húsa stóðu í morgun í björtu báli beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna, eftir mikinn stórskotaliðsbardaga. Bæði löndin hafa sett herafla sinn í viðbragðsstöðu. Bardaginn hófst í birtingu í morgun þegar Norður-Kórea hóf fyrirvaralaust mikla fallbyssuskothríð á eyna Yeonpyeong sem er skammt undan ströndinni og rétt við landamæri ríkjanna. Íbúar á eynni eru um 1600, flestir í suður-kóreskri herstöð sem þar er. Íbúarnir voru í skyndi fluttir í loftvarnabyrgi og skothríðinni var svarað. Eftir um klukkustundar bardaga hættu norðanmenn skothríðinni skyndilega og sunnanmenn fljótlega þar á eftir. Tölur eru enn óljósar en einhverjir tugir munu hafa fallið og særst á eynni. Ekkert er vitað um manntjón norðan landamæranna. Tilefni árásarinnar er ekki augljós, en það er nú gjarnan svo þegar Norður-Kórea á í hlut. Spenna hefur verið óvenjumikil á milli landanna síðan norðanmenn sökktu suður-kóresku herskipi fyrr á þessu ári. Menn virðast nokkuð sammála um að þetta sé alvarlegasta vopnahlésbrot síðan Kóreustríðinu lauk árið 1953 en um framhaldið er ómögulegt að segja á þessari stundu. Það getur auðvitað allt farið í bál og brand en það er ekki síður líklegt að ekkert meira verði úr þessu. Ef allt fer á versta veg verður Norður-Kóreu ekki auðveldur leikurinn. Landið hefur að vísu gríðarlega stóran her, en tæknilega séð er hann eins og frá síðari heimsstyrjöldinni. Suður-Kórea ræður hinsvegar yfir hátækni herafla auk þess sem þar eru um 25 þúsund bandarískir hermenn gráir fyrir járnum. Þar kemur svo á móti sem menn hafa mestar áhyggjur af, Norður-Kórea á býsnin öll af ágætlega virkum eldflaugum og væntanlega einhverjum kjarnorkusprengjum. Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Sjá meira
Tugir húsa stóðu í morgun í björtu báli beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna, eftir mikinn stórskotaliðsbardaga. Bæði löndin hafa sett herafla sinn í viðbragðsstöðu. Bardaginn hófst í birtingu í morgun þegar Norður-Kórea hóf fyrirvaralaust mikla fallbyssuskothríð á eyna Yeonpyeong sem er skammt undan ströndinni og rétt við landamæri ríkjanna. Íbúar á eynni eru um 1600, flestir í suður-kóreskri herstöð sem þar er. Íbúarnir voru í skyndi fluttir í loftvarnabyrgi og skothríðinni var svarað. Eftir um klukkustundar bardaga hættu norðanmenn skothríðinni skyndilega og sunnanmenn fljótlega þar á eftir. Tölur eru enn óljósar en einhverjir tugir munu hafa fallið og særst á eynni. Ekkert er vitað um manntjón norðan landamæranna. Tilefni árásarinnar er ekki augljós, en það er nú gjarnan svo þegar Norður-Kórea á í hlut. Spenna hefur verið óvenjumikil á milli landanna síðan norðanmenn sökktu suður-kóresku herskipi fyrr á þessu ári. Menn virðast nokkuð sammála um að þetta sé alvarlegasta vopnahlésbrot síðan Kóreustríðinu lauk árið 1953 en um framhaldið er ómögulegt að segja á þessari stundu. Það getur auðvitað allt farið í bál og brand en það er ekki síður líklegt að ekkert meira verði úr þessu. Ef allt fer á versta veg verður Norður-Kóreu ekki auðveldur leikurinn. Landið hefur að vísu gríðarlega stóran her, en tæknilega séð er hann eins og frá síðari heimsstyrjöldinni. Suður-Kórea ræður hinsvegar yfir hátækni herafla auk þess sem þar eru um 25 þúsund bandarískir hermenn gráir fyrir járnum. Þar kemur svo á móti sem menn hafa mestar áhyggjur af, Norður-Kórea á býsnin öll af ágætlega virkum eldflaugum og væntanlega einhverjum kjarnorkusprengjum.
Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Sjá meira