Erlent

Fuglaflensan lætur á sér kræla á ný

MYND/AFP

Fuglaflensan illræmda virðist vera farin að láta á sér kræla á ný en kona í Hong Kong liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi í borginni. Þar hafa fuglaflensutilfelli ekki komið upp frá árinu 2003.

Læknar segja að konan hafi veikst hastarlega rétt eftir að hún snéri aftur úr ferðalagi til meginlands Kína og því er ekki ljóst hvort hún hafi smitast þar eða í heimaborg sinni.

Yfirvöld í Hong Kong hafa ný hækkað viðbúnaðarstigið í borginni og er það nú talið alvarlegt. Fuglaflensan kom fyrst upp í Hong Kong árið 1997 þegar sex létust. Þá var öllum kjúklingum á svæðinu fargað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×