Erlent

Allir fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar á Kúbu

Farþegavél með 68 manns innanborðs brotlenti á fjalli á Kúbu og sprakk í loft upp í gærkvöldi. Talið er að allir um borð hafi farist en 28 þeirra voru erlendir ríkisborgarar.

Vélin, sem er af gerðinni ATR, var í áætlunarflug innanlands milli borganna Santiago de Cuba og Havana þegar slysið varð. Það síðasta sem heyrðist frá flugmanninum var að hann ætti við neyðarástand að stríða.

Aðstæður við slysstað eru erfiðar og þurftu björgunarmenn að nota jarðýtur til að komast að flugvélaflakinu vegna skógarþykknis þar sem vélin hrapaði.

Vélin var sú síðasta sem fékk leyfi til flugtaks á flugvellinum í Santiago áður en flugbann var sett á í Karabíska hafinu vegna hitabeltisstormsins Tómasar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×