Fótbolti

Bayern endurheimti efsta sætið með sigri á Schalke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivic Olic og Diego Contento fagna Franck Ribery.
Ivic Olic og Diego Contento fagna Franck Ribery. Mynd/Getty Images
Bayern Munchen liðið er í góðum gír þessa daganna því liðið fylgdi eftir sigri á Manchester United í Meistaradeildinni í síðustu viku með því að vinna toppslaginn á móti Schalke í gær.

Bayern Munchen komst þar með á nýjan leik í efsta sæti þýsku deildarinnar en eftir þennan 2-1 útisigur á Schalke er Bayern með eins stigs forskot á Schalke þegar fimm leikir eru eftir.

Bayern á því enn möguleika á þrennunni á þessu tímabili því liðið sló Schalke út úr bikarnum á sama velli fyrir tíu dögum síðan og er 2-1 yfir á móti Manchester United fyrir seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Franck Ribery og Thomas Mueller komu Bayern í 2-0 með 70 sekúndna millibili en Kevin Kuranyi náði að minnka muninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×