Innlent

Óveður undir Eyjafjallajökli - víða flughált

Það er vont veður.
Það er vont veður.

Það er óveður undir Eyjafjöllum en vegir eru auðir á Suður- og Suðvesturlandi.

Þæfingsfærð er á Bröttubrekku, hálka á Vatnaleið en krapi á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi, eins á Svínadal.

Flughált er milli Bjarkalundar og Flókalundar og sömuleiðis á Mikladal og á köflum í Ísafjarðardjúpi en færð er ekki að fullu könnuð á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er Hringvegurinn auður austur í Varmahlíð en flughált er á Þverðarfjalli og Siglufjarðarvegi.

Flughált er einnig við vestanverðan Eyjafjörð. Það er hált milli Akureyrar og Húsavíkur. Það er óveður og ófært á Fljótsheiði, Mývatnsheiði og Hólasandi, eins á Hálsum og Sandvíkurheiði.

Vonskuveður er á Austurlandi og ófært eða flughált víðast hvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×