Erlent

Óttast að Tómas auki á hörmungar Haítíbúa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjálparstarfsfólk sinnir veikri konu á Haítí. Mynd/ afp.
Hjálparstarfsfólk sinnir veikri konu á Haítí. Mynd/ afp.
Óttast er að hitabeltisstormurinn Tómas, sem búist er við að skelli á strendur Haítí á morgun, muni auka á kólerufaraldurinn þar. Faraldurinn hefur lagt hátt í 450 manns að velli en um 4700 manns eru smitaðir að því er talið er.

Julie Schindall, talskona Oxfam hjálparsamtakanna, segir að erfitt sé að halda kólerunni í skefjum. Hún segir í samtali við USA Today að hjálparstarfsmenn hafi hreinlega engin bjargráð til að fást við sjúkdóminn ef að hann færist í aukana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×