Innlent

Tæplega 3700 hafa kosið í Reykjavík

Frá kjörstað.
Frá kjörstað.
Tæplega 3700 voru búnir að kjósa í Reykjavík klukkan ellefu í morgun, sem er um 4,4% af heildarfjölda á kjörskrá. Tölur frá landskjörstjórn liggja ekki fyrir fyrr en í kvöld. Fólk er hvatt til að mæta vel undirbúið á kjörstað.

522 einstaklingar eru í framboði og verður þingið skipað minnst 25 fulltrúum og mest 31 eftir kosningarnar, verði þörf á því að jafna kynjahlutfall. Stjórnlagaþinginu er ætlað að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar niðurstöður Þjóðfundar 2010 við þá vinnu.

Frambjóðendur eru kosnir persónukosningu, landið er eitt kjördæmi og atkvæðavægi jafnt. Stjórnlagaþingið og kosningarnar til þess eru án fordæma í íslenskri sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×