Innlent

Var fluttur kinnbeinsbrotinn til Reykjavíkur með þyrlu

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum síðustu helgi en hún átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Prófastinn.

Þar höfðu átök brotist út á milli tveggja manna með þeim afleiðingum að annar þeirra rotaðist og var í framhaldinu fluttur til Reykjavíkur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í ljós kom við skoðun að maðurinn var kinnbeinsbrotin. Málið er í rannsókn.

Það var í mörg horn að líta hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og nokkuð um útköll vegna hvassviðrisins sem gekk yfir landið síðasta föstudag.

Í vikunni voru þrír drengir á átjánda ári staðnir að áfengisneyslu inni á einum af veitingastöðum bæjarins eftir lokun. Gáfu þeir þá skýringu að þeir væru að vinna á staðnum. Þeim var gert að yfirgefa staðinn, sem þeir og gerðu.

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna ölvunaraksturs. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Lögreglu voru tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í liðinni viku og áttu þau bæði sér stað þann 13. desember sl.

Í öðru tilvikinu var ekið út af valt bifreiðin í kjölfarið. Slysið átti sér stað á Höfðavegi við Steinstaði. Við óhappið kviknaði í bifreiðinni en farþegar sluppu allir ómeiddir.

Hitt óhappið varð við verslunina Krónuna þar sem bifreið var ekið inn um dyr verslunarinnar. Engin slys urðu á fólki.

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum óska Vestmannaeyingum og öðrum landsmönnum gleðilegrar jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×