Erlent

Gengu í skrokk á rússneskum blaðamanni

Mennirnir skildu Oleg Kashin eftir illa brotinn í blóði sínu.
Mennirnir skildu Oleg Kashin eftir illa brotinn í blóði sínu. Mynd/AP
Rússneskur blaðamaður liggur þungt haldinn eftir fólskulega árás, sem talin er tengjast störfum hans. Tveir svartklæddir menn sátu fyrir Oleg Kashin, blaðamanni á Kommersant dagblaðinu, þegar hann kom heim til sín í Moskvu upp úr miðnætti í nótt. Þeir gengu í skrokk á honum og skildu hann síðan eftir illa brotinn í blóði sínu.

Ritstjóri Kommersant telur næsta víst að árásin sé hefnd fyrir fréttaskrif Kashins en hann hefur meðal annars skrifað um ýmis eldfim pólitísk mál.

Fjöldi rússneskra blaðamanna hefur verið myrtur eða limlestur undanfarin ár, frá aldamótum eru að minnsta kosti 18 morð á þeim óupplýst. Kreml virðist hins vegar staðráðið í að leysa þetta mál, samkvæmt yfirlýsingum Medvedev forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×