Erlent

Ófremdarástand á Kastrup flugvelli

Óli Tynes skrifar

Yfir 160 flugtökum og lendingum var aflýst á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í dag. Talsmaður flugvallarins sagði í samtali við Berlingske Tidende að þetta hafi verið verstu veðurskilyrði sem komið hafa á flugvellinum í 22 ár.

Annarsvegar var mikið fannfergi og hinsvegar var mjög stífur hliðarvindur. Hann sópaði snjónum út á brautirnar hraðar en tókst að ryðja þær. Danir eru ekki þeir einu sem hafa fengið að kenna á Vetri konungi um helgina og í dag. Mikil snjókoma hefur verið víða í Evrópu og fimbulkuldi. Þetta hefur bæði valdið slysum og gríðarlegum samgöngutruflunum,








Fleiri fréttir

Sjá meira


×