Innlent

Hlúð að vegfaranda sem ekið var á

Valur Grettisson skrifar
Myndin var tekin um tíu mínútur í átta þegar sjúkraflutningamenn gerðu að sárum hins slasaða.
Myndin var tekin um tíu mínútur í átta þegar sjúkraflutningamenn gerðu að sárum hins slasaða.

Lögreglan er enn að störfum á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar en þar var ekið á gangandi vegfaranda um klukkan hálf átta í kvöld.

Sjúkrabíll kom á vettvang og hlúði að vegfarandanum. Ekki er vitað um ástand hins slasaða. Þá er slökkviliðið einnig á vettvangi.

Lögreglan hefur lokað Miklubrautinni vegna slyssins.








Tengdar fréttir

Ekið á gangandi vegfaranda

Umferðarslys varð fyrir stundu á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Ekið var á gangandi vegafaranda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×