Innlent

Aðskotahlutur í steiktum lauk

Fundist hefur aðskotahlutur í einu 100 gramma boxi af steiktum lauk undir vörumerkinu Cronions. Vegna þessa hefur varan verið innkölluð af markaði. Vara þessi er í takmarkaðri dreifingu og í mjög litlu magni í matvöruverslunum. Neytendur eru beðnir um að skila inn viðkomandi vöru ef varan reynist vera með lotunúmerið LO:160 22:36 og best fyrir dagsetningu 09-02-11 til Nathan & Olsen hf. sem er innflytjandi vörunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan & Olsen hf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×