Innlent

Snúrur geta skaðað börn

Börn eiga það til að vefja snúrum af rimlagardínum um hálsinn á sér og fylgir því hætta á köfnun.
Börn eiga það til að vefja snúrum af rimlagardínum um hálsinn á sér og fylgir því hætta á köfnun.
Tvö til þrjú tilvik koma upp árlega hér á landi þar sem börn eru hætt komin eftir að hafa vafið snúrum af rimlagardínum um hálsinn á sér. Síðasta sumar mátti ekki miklu muna þegar barn féll niður á gólf í verslun eftir að hafa vafið slíkri snúru um hálsinn á sér.

Rúllu- og rimlagardínur eru algengar hér á landi á heimilum, leikskólum og öðrum stöðum þar sem ung börn halda til. Herdís L. Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, segir að engin dauðaslys hafi orðið hér á landi, en þar sem ung börn eigi það oft til að vefja gardínusnúrum um hálsinn á sér sé mikilvægt að foreldrar geri viðeigandi ráðstafanir. - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×