Upplýsingakerfi vantar um nám og störf Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær rafrænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær rafrænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun